Þykir leitt að hafa ekki náð að myrða Trump

Ryan Wesley Routh flúði vettvanginn á bíl en var handtekinn …
Ryan Wesley Routh flúði vettvanginn á bíl en var handtekinn skömmu seinna. AFP/Lögreglan í Martin-sýslu

Maður­inn sem er í haldi grunaður um að hafa sýnt Don­ald Trump, for­setafram­bjóðanda re­públi­kana, bana­til­ræði um miðjan mánuð skrifaði bréf fyr­ir bana­til­ræðið ef hon­um skyldi mistak­ast.

Þar seg­ir hann að hon­um þyki leitt að hafa ekki tek­ist að ljúka ætl­un­ar­verk­inu en að hann bjóði háar fjár­hæðir til þess ein­stak­lings sem sé til­bú­inn að myrða Trump.

„Kæri heim­ur, þetta var bana­til­ræði við Don­ald Trump en mér þykir leitt að ég hafi brugðist ykk­ur,“ skrifaði til­ræðismaður­inn Ryan Wesley Routh í bréfi sem rík­is­sak­sókn­ar­ar hafa greint frá í dóms­skjöl­um.

Wall Street Journal grein­ir frá. 

„Und­ir ykk­ur komið að ljúka verk­inu“

„Ég reyndi mitt besta og gaf allt sem ég átti til að ljúka verk­inu. Það er und­ir ykk­ur komið að ljúka verk­inu og ég mun bjóða $150.000 (20,5 millj­ón­ir króna) til þess ein­stak­lings sem er til­bú­inn að ljúka verk­efn­inu,“ seg­ir í bréf­inu. 

Þann 15. sept­em­ber kom Routh sér fyr­ir með hríðskotariff­il í runna á jaðri golf­vall­ar Trumps í West Palm Beach í Flórída, þar sem Trump var að spila golf. Meðlim­ur í ör­ygg­is­sveit Trumps kom auga á Routh, skaut nokkr­um skot­um í átt að hon­um og Routh flúði vett­vang­inn.

Hann var hand­tek­inn skömmu seinna.

Þetta var annað banatilræðið við Trump á tveimur mánuðum. Í …
Þetta var annað bana­til­ræðið við Trump á tveim­ur mánuðum. Í sum­ar var hann skot­inn í eyrað í bæn­um Butler í Penn­sylvan­íu. Ljós­mynd­in er frá þeirri árás. AFP/​Getty Ima­ges/​Anna Mo­neyma­ker

Skipu­lagði til­ræðið í nokkra mánuði

Vitni fann miðann í kassa sem Routh hafði af­hent hon­um nokkr­um mánuðum fyr­ir sjálft bana­til­ræðið. Vitnið opnaði kass­ann, sem inni­hélt einnig skot­færi, verk­færi og rör, eft­ir að það frétti að Routh hefði verið sakaður um að reyna að myrða Trump.

Sak­sókn­ar­ar segja að Routh hafi skipu­lagt til­ræðið í nokkra mánuði.

Hann hafði tekið sam­an ýmis gögn um það hvar hann teldi að Trump yrði og þá mætti hann í Flórída­ríki rúm­lega mánuði fyr­ir sjálft bana­til­ræðið.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert