Íkorni með meiri réttindi en afgönsk stúlka

Meryl Streep er önnur frá hægri á myndinni.
Meryl Streep er önnur frá hægri á myndinni. AFP/Angela Weiss

Bandaríska leikkonan Meryl Streep segir að íkorni hafi meiri réttindi en stúlka í Afganistan.

Síðan talíbanar sneru aftur til valda í Afganistan fyrir þremur árum eftir að bandaríski herinn yfirgaf landið hafa mannréttindi kvenna og stúlkna versnað til muna. Þeim hefur verið bannað að stíga fæti í almenningsgarða og háskóla, auk þess sem þær mega ekki syngja opinberlega. Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst þessu ástandi sem „kynjaaðskilnaðarstefnu“.

„Íkorni hefur meiri réttindi en stúlka í Afganistan núna vegna þess að talíbanar hafa meinað konum og stúlkum aðgang að almenningsgörðum,“ sagði Streep á umræðufundi sem var haldinn meðfram allsherjarþingi Sameinuðu Þjóðanna.

Meryl Streep, önnur frá hægri, stendur við hlið Antonio Guterres, …
Meryl Streep, önnur frá hægri, stendur við hlið Antonio Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. AFP/Angela Weiss

„Fugl má syngja í Kabúl en stúlkur mega það ekki og kona má það ekki í almannarými,“ sagði Óskarsverðlaunaleikkonan.

„Mér finnst að alþjóðasamfélagið eins og það leggur sig, ef það kæmi saman, gæti aðstoðað við að koma á breytingum í Afganistan til að stöðva þessa hægfara kæfingu helmings heillar þjóðar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka