Íkorni með meiri réttindi en afgönsk stúlka

Meryl Streep er önnur frá hægri á myndinni.
Meryl Streep er önnur frá hægri á myndinni. AFP/Angela Weiss

Banda­ríska leik­kon­an Meryl Streep seg­ir að íkorni hafi meiri rétt­indi en stúlka í Af­gan­ist­an.

Síðan talíban­ar sneru aft­ur til valda í Af­gan­ist­an fyr­ir þrem­ur árum eft­ir að banda­ríski her­inn yf­ir­gaf landið hafa mann­rétt­indi kvenna og stúlkna versnað til muna. Þeim hef­ur verið bannað að stíga fæti í al­menn­ings­garða og há­skóla, auk þess sem þær mega ekki syngja op­in­ber­lega. Sam­einuðu þjóðirn­ar hafa lýst þessu ástandi sem „kynjaaðskilnaðar­stefnu“.

„Íkorni hef­ur meiri rétt­indi en stúlka í Af­gan­ist­an núna vegna þess að talíban­ar hafa meinað kon­um og stúlk­um aðgang að al­menn­ings­görðum,“ sagði Streep á umræðufundi sem var hald­inn meðfram alls­herj­arþingi Sam­einuðu Þjóðanna.

Meryl Streep, önnur frá hægri, stendur við hlið Antonio Guterres, …
Meryl Streep, önn­ur frá hægri, stend­ur við hlið Ant­onio Guter­res, fram­kvæmda­stjóra Sam­einuðu þjóðanna. AFP/​Ang­ela Weiss

„Fugl má syngja í Kabúl en stúlk­ur mega það ekki og kona má það ekki í al­manna­rými,“ sagði Óskar­sverðlauna­leik­kon­an.

„Mér finnst að alþjóðasam­fé­lagið eins og það legg­ur sig, ef það kæmi sam­an, gæti aðstoðað við að koma á breyt­ing­um í Af­gan­ist­an til að stöðva þessa hæg­fara kæf­ingu helm­ings heill­ar þjóðar.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert