Donald Trump, forsetaframbjóðandi repúblikana, ætlar að halda annan kosningafund í Butler í Pennsylvaníuríki á sama sviði og hann var skotinn í júlí.
„Laugadaginn 5. október ætlar Donald J. Trump forseti að snúa aftur til Butler í Pennsylvaníu og halda kosningafund á sama sviði og hann missti næstum líf sitt fyrir þremur mánuðum,“ segir í tilkynningu frá kosningateymi hans.
Banatilræðið átti sér stað 13. júlí og hlaut Trump áverka á hægra eyra.
Tveir létust í árásinni og annar særðist alvarlega.
Maðurinn sem hleypti af skotunum hét Thomas Matthew Crooks og var tvítugur. Hann var skotinn til bana nokkrum sekúndum eftir að hann hljóp af skotunum.