Ísraelar búa sig undir innrás í Líbanon

Reykjarmekkir stíga upp eftir loftárásir Ísraela í Suður-Líbanon í dag.
Reykjarmekkir stíga upp eftir loftárásir Ísraela í Suður-Líbanon í dag. AFP

Ísraelsher býr sig nú undir að ráðast inn í Líbanon á jörðu niðri í kjölfar hundraða loftárása flughersins víða um landið.

Hefur ísraelskum fótgönguliðum verið sagt að búa sig undir mögulega innrás norður yfir landamærin til að berjast við liðsmenn hryðjuverkasamtakanna Hisbollah.

„Við erum að gera árásir allan daginn, bæði til að búa jarðveginn undir möguleikann á innrás ykkar, en einnig til að halda áfram að ráðast gegn Hisbollah,“ sagði undirhershöfðinginn Herzi Halevi við skriðdrekasveit hersins í dag, að því er Ísraelsher greinir frá í yfirlýsingu.

51 látist í dag og 223 særst

Heilbrigðisráðherra Líbanons hefur sagt 51 liggja í valnum eftir loftárásir dagsins. Til viðbótar hafi 223 særst, þar á meðal í fjalllendi utan venjulegra bækistöðva hryðjuverkasamtakanna.

„Við ætlum ekki að nema staðar. Við munum halda árásunum áfram og gera þeim skráveifur hvarvetna,“ sagði Halevi.

„Innganga ykkar þangað af krafti mun sýna þeim hvernig það er að mæta atvinnuherliði.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka