Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, segir Írani hafa hótað sér lífláti.
Áður hafði framboðsteymi hans sagt bandaríska leyniþjónustu hafa varað hann við „raunverulegum og tilteknum“ hótunum frá írönskum stjórnvöldum.
„Stórar líflátshótanir frá Íran. Allur bandaríski herinn fylgist með og bíður átekta,“ skrifaði Trump á samfélagsmiðil sinn Truth Social.
„Íranir hafa þegar gert tilraunir en það gekk ekki upp en þeir munu halda áfram….Ég er umkringdur fleiri mönnum, með byssur og vopn sem ég hef aldrei séð áður,” bætti hann við, en tvívegis hefur verið reynt að ráða hann af dögum það sem af er þessu ári.