Telegram mun deila notendaupplýsingum með yfirvöldum

Samskiptaforritið er m.a. notað á Íslandi.
Samskiptaforritið er m.a. notað á Íslandi. AFP

Samskiptaforritið Telegram mun nú deila símanúmerum og IP-tölum notenda sinna með yfirvöldum ef gild rök liggja fyrir því.

Þetta segir Pavel Durov, framkvæmdastjóri samskiptamiðilsins Telegram, aðeins mánuði eftir að hann var handtekinn í Frakklandi og ákærður fyr­ir að hafa ekki haft nein af­skipti af glæp­sam­legri notk­un á sam­skipta­for­rit­inu. Breska ríkisútvarpið greinir frá.

Gef­in hafði verið út hand­töku­skip­un vegna rann­sókn­ar á meint­um brot­um Tel­egram sem fól meðal ann­ars í sér sam­skipti not­enda í tengsl­um við fíkniefna­smygl, neteinelti, skipu­lagða glæp­a­starf­semi og vett­vang fyr­ir umræðu um hryðju­verk.

Fjarlægja og fela vafasamt efni

En nú virðist hann búinn að skipta um skoðun. Þessi nýja stefna er til þess að halda glæpamönnum frá því að misnota appið, að sögn Durovs.

Telegram hefur fram að þessu verið griðastaður margra glæpamanna. Samskiptaforritið er oft notað til fíkniefnasölu, einnig á Íslandi, auk þess sem barnaklámi er oft deilt á miðlinum.

Að sögn Durovs mun Telegram einnig byrja að fjarlægja og fela vafasamt efni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert