Dvergflóðhestakálfurinn Moo Deng virðist hafa brætt hjörtu heimsbyggðarinnar en myndir og myndbönd af kvendýrinu unga hafa verið í dreifingu víða á internetinu síðustu daga. Myndböndin hafa birst á öllum samfélagsmiðlum og virðast hækka verulega í gleðinni hjá fólki. Dýrið, sem þykir einstaklega krúttlegt, hefur veitt innblástur víða, meðal annars í förðunarheiminum.
Dvergflóðhesturinn, sem er tveggja mánaða gamalt kvendýr, býr í tælenska dýragarðinum Khao Kheow. Hún er orðin verðmæt tekjulind fyrir dýragarðinn en hún hefur þegar fjórfaldað miðasölu í garðinn, samkvæmt fréttaveitu AFP. Dýragarðurinn býður einnig upp á útsendinu í beinni frá heimkynnum Moo Deng.
Moo Deng hefur þegar fengið rafmynt í sínu eigin nafni en hún hefur hækkað um 700% síðan hún var gefin út í þessum mánuði. Auk þess hefur tónlist verið gefin út um flóðhestinn.
Flóðhesturinn hefur jafnvel veitt innblástur inn í förðunarheiminum. Förðunaráhrifavaldurinn Mei Pang deildi í gær myndbandi af Moo Deng-innblásinni förðun með 3,9 milljónum fylgjenda sinna. Þar segist hún vona að Moo Deng viti af áhrifunum sem hún hefur á internetinu og segir að „glóandi“ húð Moo Deng sé sérstaklega aðlaðandi.
Förðunarrisinn Sephora í Tælandi deildi einnig innblæstri af Moo Deng-förðun á samfélagsmiðlum sínum.
Nafnið Moo Deng, má þýða lauslega sem „hoppandi grís“ en það er talið lýsa þessari fjörugu og fallegu „stelpu“, eins og hún er kölluð á internetinu , vel. eHún nánast alltaf á iði, jafnvel þegar hún sefur.
Ertu með ábendingu um jákvæða eða skemmtilega frétt. Sendu póst á frettir@k100.is.