Minnst þrír eru látnir eftir að fellibylurinn Helena gekk á land í Flórídaríki í Bandaríkjunum
Fellibylurinn var 4. stigs fellibylur með vindhviðum sem náðu allt að 60 metrum á sekúndu en hann hefur nú verið færður niður í 2. flokks fellibyl nokkrum klukkustundum eftir að hann skall á suðurausturströnd Bandaríkjanna.
Staðfest er að einn sé látinn í Flórída og tveir í Georgíuríki og hafa ríkisstjórar í sex ríkjum lýst yfir neyðarástandi.
Yfir 1,5 milljón íbúa í ríkjum Flórída og Georgíu eru nú án rafmagns en fellibylurinn er einn sá stærsti sem hefur komið frá Mexíkó-flóa síðastliðna áratugi.
Gríðarlegt vatnsveður hefur fylgt fellibylnum og eru götur og hús á kafi í vatni í mörgum borgum á vesturströnd Flórída.