Gerðu árás á höfuðstöðvar Hisbollah

Reykur frá árásinni.
Reykur frá árásinni. AFP/

Ísraelsher gerði árás nú í kvöld á höfuðstöðvar Hisbollah-samtakanna í Beirút í Líbanon sem átti að hæfa leiðtoga samtakanna, Sayyed Hassan Nasrallah. 

Heimildir Reuters-fréttastofunnar herma að Nasrallah sé enn á lífi og að hann sé kominn í skjól. Samtökin hafa hins vegar ekki staðfest það. 

Sjónvarpsstöð samtakanna, Al-Manar, segir að fjórar byggingar hafi orðið við jörðu niðri eftir árásina og að fjölmargar aðrar hafi skemmst. Heimildir AFP-fréttastofunnar herma hins vegar að sex byggingar hafi fallið í árásinni. 

Heilbrigðisráðuneytið í Líbanon segir að tveir hafi verið drepnir í árásinni og 76 særðir. 

Ekki liggur fyrir hversu margar byggingar féllu í árásinni.
Ekki liggur fyrir hversu margar byggingar féllu í árásinni. AFP/Ibrahim Amro

Ekki vopnahlé á næstunni

Árásin var gerð skömmu eftir að Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, sagði á fundi Sameinuðu þjóðanna að Ísraelsher muni áfram berjast við Hisbollah í Líbanon. 

Fyrr í vikunni lögðu Frakkar og Bandaríkjamenn til að 21 dags vopnahlé yrði gert á svæðinu en ekki er útlit fyrir að svo verði. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert