Trump hótar að kæra Google

Forsetinn fyrrverandi hótar að kæra Google.
Forsetinn fyrrverandi hótar að kæra Google. Getty Images/Michael M. Santiago

Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti hótar því að kæra Google ef hann sigrar forsetakosningarnar í nóvember og kemst aftur í Hvíta húsið.

Hann sagði á samfélagsmiðli sínum „Truth Social“ að Google sýndi aðeins neikvæðar fréttir um hann þegar nafnið hans er slegið inn í leitarvél Google.

Þá segir hann að leitarvélin sýni aðeins jákvæðar fréttir af mótframbjóðanda sínum, Kamölu Harris.

Google tjáir sig ekki

„Þetta er ÓLÖGLEG STARFSEMI, og vonandi mun dómsmálaráðuneytið lögsækja þá fyrir þessa ljótu afskiptasemi af kosningunum. Ef ekki mun ég óska eftir ákæru á hendur þeim þegar ég sigra kosningarnar.“

Google vildi ekki tjá sig um málið við AFP-fréttastofuna þegar eftir því var leitað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka