Dráp Nasrallah „sögulegur vendipunktur“

Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels segir morðið á Hassan Nasrallah, leiðtoga Hisbollah-hryðjuverkasamtakana, vera „sögulegan vendipunkt“. Hann segist hafa fyrirskipað hernum að gera árásina sem leiddi til dauða Nasrallah.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu Netanjahús.

Hann segir Ísrael refsa þeim sem eru ábyrgir fyrir dauða óteljandi fjölda Ísraela og erlendra ríkisborgara. Netanjahú segir Ísrael staðráðið í að halda árásum áfram.

Ísraelsher gerði árás á höfuðstöðvar Hisbollah í Beirút í gærkvöldi sem leiddi til dauða Nasrallah.

Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels.
Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert