Hisbollah staðfesta dauða leiðtogans

Hass­an Nasrallah árið 2015.
Hass­an Nasrallah árið 2015. AFP

Hisbollah–samtökin hafa staðfest dauða leiðtoga síns, Hass­an Nasrallah.
Hann var drepinn í árás Ísraelshers á höfuðstöðvar samtakanna í Beirút í gærkvöldi. 

„Sayyed Hassan Nasrallah, leiðtogi Hisbollah, hefur gengið til liðs við hina miklu, ódauðlegu píslarvotta sem hann leiddi í um 30 ár,“ sagði í yfirlýsingu Hisbollah. 

Nasrallah var einn þekkt­asti og áhrifa­mesti maður Mið-Aust­ur­landa. 

Khamenei fordæmdi árásina

Ayatollah Ali Khamenei, æðstiklerk­ur Írans, fordæmdi „fjöldamorð“ Ísraela í Líbanon. Nasrallah var náinn bandamaður Írana. 

Heilbrigðisráðuneyti Líbanon greindi frá því að sex hafi látist í árásinni og 91 eru særðir. Um er að ræða umfangsmestu árás á Hisbollah síðan árið 2006.

Khamenei sagði í yfirlýsingu sinni að Líbanon muni sjá til þess að Ísrael eigi eftir að sjá eftir árásinni. 

Ayatollah Ali Khamenei árið 2019.
Ayatollah Ali Khamenei árið 2019. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert