Hisbollah staðfesta dauða leiðtogans

Hass­an Nasrallah árið 2015.
Hass­an Nasrallah árið 2015. AFP

His­bollah–sam­tök­in hafa staðfest dauða leiðtoga síns, Hass­an Nasrallah.
Hann var drep­inn í árás Ísra­els­hers á höfuðstöðvar sam­tak­anna í Beirút í gær­kvöldi. 

„Sayyed Hass­an Nasrallah, leiðtogi His­bollah, hef­ur gengið til liðs við hina miklu, ódauðlegu píslar­votta sem hann leiddi í um 30 ár,“ sagði í yf­ir­lýs­ingu His­bollah. 

Nasrallah var einn þekkt­asti og áhrifa­mesti maður Mið-Aust­ur­landa. 

Khamenei for­dæmdi árás­ina

Ayatollah Ali Khamenei, æðstiklerk­ur Írans, for­dæmdi „fjölda­morð“ Ísra­ela í Líb­anon. Nasrallah var ná­inn bandamaður Írana. 

Heil­brigðisráðuneyti Líb­anon greindi frá því að sex hafi lát­ist í árás­inni og 91 eru særðir. Um er að ræða um­fangs­mestu árás á His­bollah síðan árið 2006.

Khamenei sagði í yf­ir­lýs­ingu sinni að Líb­anon muni sjá til þess að Ísra­el eigi eft­ir að sjá eft­ir árás­inni. 

Ayatollah Ali Khamenei árið 2019.
Ayatollah Ali Khamenei árið 2019. AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert