Segir drápið leiða til „tortímingar“ Ísraels

Kveikt var í þjóðfána Ísraels og Bandaríkjanna á mótmælum í …
Kveikt var í þjóðfána Ísraels og Bandaríkjanna á mótmælum í Íran. AFP

Mohammad Reza Aref, fyrsti varaforseti Írans, segir að drápið á Hassan Nasrallah, foringja Hisbollah-hryðjuverkasamtakanna, muni leiða til „tortímingar“ Ísraels.

„Við vörum leiðtoga hernámsstjórnarinnar við því að óréttlátu blóðsúthellingarnar, sérstaklega á píslarvottinum Seyyed Hassan Nasrallah, aðalritara Hisbollah, muni leiða til tortímingar þeirra,“ er haft eftir Reza Aref í íranska fréttamiðlinum ISNA.

Hassan Nasrallah var drep­inn í árás Ísra­els­hers á höfuðstöðvar sam­tak­anna í Beirút í gær­kvöldi.

Hryðjuverkaleiðtoginn Hassan Nasrallah var drepinn í gær í loftárás Ísraelsmanna.
Hryðjuverkaleiðtoginn Hassan Nasrallah var drepinn í gær í loftárás Ísraelsmanna. AFP(Khamenei.ir

Sungu „dauði til Ísraels“

Hisbollah eru ein þungvopnuðustu hryðjuverkasamtök í heimi þökk sé klerkastjórninni í Íran sem fjármagnar þau og styður með vopnum.

Reza Aref sagði enn fremur að klerkastjórnin myndi áfram styðja við íslömsku andspyrnuna í Mið-Austurlöndum.

Svarti sorgarfáninn var dreginn að húni við Imam Reza-bygginguna í borginni Mashhad að sögn ríkisútvarpsins þar í landi.

Syrgjendur söfnuðust saman, veifuðu gulum fánum Hisbollah og sungu: „Dauði til Ísraels“ [e. Death to Israel] eins og myndskeið ríkissjónvarpsins sýndi.

Íranír fóru út á götur til að syrgja Nasrallah. Á …
Íranír fóru út á götur til að syrgja Nasrallah. Á ljósmyndinni má sjá að mótmælendur eru með fána Írans en einnig fána Hisbollah-samtakanna. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert