Ísraelsher greinir frá því að Hassan Nasrallah, leiðtogi Hisbollah-samtakanna, hafi látið lífið í árás hersins á höfuðstöðvar Hisbollah í Beirút í gærkvöldi.
Heimildarmaður AFP-fréttaveitunnar innan samtakanna greinir frá því að ekki hefur náðst samband við leiðtogann síðan árásin var gerð.
Heimildarmaðurinn vildi ekki staðfesta hvort Nasrallah væri á lífi.
Herzi Halevi, hershöfðingi Ísraela, sagði í yfirlýsingu að herinn myndi „ná til“ allra sem hótuðu ísraelskum borgurum.