Sex létust í árás á sjúkrahús

Mynd af eftirmálum árásar sem gerð var í Súmí 19. …
Mynd af eftirmálum árásar sem gerð var í Súmí 19. september. AFP

Að minnsta kosti sex létust í drónaárásum Rússa á sjúkrahús í borginni Súmí í Úkraínu. 

Þessu greindi Igor Klímenkó, innanríkisráðherra Úkraínu, frá á Telegram í nótt. 

Súmí liggur að landamærum rússneska héraðsins Kursk, þar sem Úkraínumenn hófu gagnsókn sína 6. ágúst.

Lögreglumaður á meðal látinna

Klímenkó greindi frá því að tvær árásir hefðu verið gerðar á sjúkrahúsið.

Í fyrri árásinni eyðilögðust nokkrar hæðir sjúkrahússins og einn lést.

Er verið var að flytja starfsfólk og sjúklinga á brott var gerð önnur árás.

Líkt og áður sagði eru sex látnir, þar á meðal er lögreglumaður. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert