Son Mohamed Al Fayed, Omar, segist „hrylla við“ að heyra frásagnir af kynferðisofbeldi sem faðir hans er sakaður um að hafa beitt fjölda kvenna. Um 60 konur hafa stigið fram og sakað Al Fayed um kynferðisofbeldi, þar á meðal nauðganir,
Breska ríkisútvarpið greinir frá.
Omar sagði að faðir sinn hefði verið yndislegur pabbi, en bætti við að það blindaði hann ekki frá hlutlægu mati á aðstæðum.
Hann sagði að umfang og eðli ásakananna vera átakanlegt og að þær hefðu kveikt efasemdir um þá kærleiksríku minningu sem hann hafði af föður sínum.
Bætti Omar við að það sé áhyggjuefni hve langan tíma það tók fyrir ásakanirnar að líta dagsins ljós en Al Fayed lést fyrir rúmu ári síðan.
„Í gegnum tíðina hefur fólk í valdastöðu alltof oft náð að verjast afleiðingum gjörða sinna, og þeir sem hafa þurft að þjást ekki fengið réttlætinu framgengt,“ sagði Omar Al Fayed í opinberri yfirlýsingu.
Nefndi hann að hann trúi því staðfastlega að hver sem verði fundinn sekur, þar með talið fyrir að hylma yfir verknaðinn, verði að sæta ábyrgð.
„Meint fórnarlömb og almenningur eiga skilið fullt gagnsæi og að ábyrgð sé tekin.“
Lýsti hann yfir stuðningi við allar lögmætar rannsóknir á ásökunum og sagði að hann myndi halda áfram að styðja meginreglurnar um sannleika, réttlæti, ábyrgð og sanngirni, óháð því hvert sú ferð kynni að leiða.
„Enginn er hafinn yfir lögin og öll fórnarlömb eiga skilið að mál þeirra séu tekin fyrir af dómstólum.“
Þess ber að geta að Omar gagnrýndi einnig breska ríkisútvarpið í yfirlýsingu sinni fyrir umfangsmikinn fréttaflutning af máli föður síns.