Tveir létu lífið í árás Ísraelsmanna á Beirút, segir heimildarmaður í líbönskum öryggismálum, við AFP-fréttaveituna.
Þetta er fyrsta árásin á borgina sjálfa frá því að hryðjuverkasamtökin Hamas gerðu árás á Ísrael 7. október, segir hann.
Ísraelsher hefur áður gert árásir á höfuðstöðvar hryðjuverkasamtakanna Hisbollah í Beirút en þær árásir voru gerðar á byggð utan borgarmarkanna.