Taívan í viðbragðsstöðu vegna Kína

Loftvarnir Taívan eru á varðbergi.
Loftvarnir Taívan eru á varðbergi. AFP/Yashuyoshi Chiba

Varnarmálaráðuneyti Taívan segir fjölda flugskeyta hafa verið hleypt af stað í Kína í gærkvöldi.

Yfirvöld í Taívan eru í viðbragðsstöðu vegna aðgerða kínverska hersins.

Á miðvikudag prufukeyrði kínverski herinn, í fyrsta sinn í áratugi, langdræga skotflaug sem hafnaði í Kyrrahafinu. 

Samkvæmt tilkynningu frá varnarmálaráðuneyti Taívan er verið að vakta stöðuna og að loftvarnir landsins séu virkar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert