100 þúsund flúið frá Líbanon til Sýrlands

Húsarústir í þorpinu Ain El Delb í suðurhluta Líbanons í …
Húsarústir í þorpinu Ain El Delb í suðurhluta Líbanons í morgun. AFP/Mahmoud Zayyat

Um 100 þúsund líbanskir og sýrlenskir ríkisborgarar hafa flúið frá Líbanon til Sýrlands vegna loftárása Ísraela.

Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna greindi frá þessu í morgun.

„Fjöldi fólks sem hefur farið yfir landamærin til Sýrlands frá Líbanon sem er að flýja loftárásir Ísraela – líbanskir og sýrlenskir ríkisborgarar – er kominn í 100 þúsund,“ sagði Filippo Grandi, yfirmaður stofnunarinnar, á X og bætti við að þessi fólksflótti héldi áfram.

Filippo Grandi.
Filippo Grandi. AFP/Bryan R. Smith
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert