Evrópuráðið heiðraði Machado

Maria Corina Machado heldur á þjóðfána Venesúela.
Maria Corina Machado heldur á þjóðfána Venesúela. AFP/Juan Barreto

Stjórnarandstæðingurinn Marina Corina Machado hefur hlotið mannréttindaverðlaun Evrópuráðsins fyrir baráttu hennar fyrir lýðræði í Venesúela sem forsetinn Nicolas Maduro stjórnar með harðri hendi.

Machado kveðst vera djúpt snortin og þakklát og segir það mikinn heiður að vera fyrsta manneskjan frá Suður-Ameríku til að hljóta verðlaunin, sem eru nefnd í höfuðið á fyrrverandi forseta Tékklands, Vaclav Havel.

Machado hefur verið í felum í Venesúela í kjölfar forsetakosninganna í landinu sem Maduro segist hafa unnið. Stjórnarandstaðan í landinu hefur mótmælt því harðlega.

Nicolas Maduro flytur ræðu á laugardaginn.
Nicolas Maduro flytur ræðu á laugardaginn. AFP/Zurimar Campos

„Ég vil tileikna verðlaunin þeim milljónum Venesúelabúa sem á hverjum degi hafa gildi og hugmyndir Havels í hávegum,“ sagði Machado í myndbandsávarpi, en dóttir hennar, Ana, veitti verðlaununum viðtöku. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert