„Harðir þjóðernishyggjuflokkar á mikilli siglingu“

Herbert Kickl, formaður Frelsisflokksins, fagnar sigrinum í gær.
Herbert Kickl, formaður Frelsisflokksins, fagnar sigrinum í gær. AFP

Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, segir að sögulegur sigur Frelsisflokksins í austurrísku þingkosningum í gær hafi ekki komið sér á óvart.

Þetta er í fyrsta skipti sem flokkurinn sigrar í kosningum frá stofnun hans árið 1956. Flokkurinn, sem er hægriþjóðernisflokkur, bætti við sig 25 þingsætum og fékk 56 þingmenn kjörna af 183.

„Við vorum búin að sjá aðdragandann að þessu í einhvern tíma. Þetta er í takt við þá þróun sem hefur verið lengi að mjög harðir þjóðernishyggjuflokkar sverja sig í ætt við þjóðernis hugmyndir fyrri tíma og eru á mikilli siglingu,“ segir Eiríkur við mbl.is.

Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst.
Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst. mbl.is/Kristófer Liljar

Eiríkur segir þjóðernishyggjuflokkar hafi notið mikil stuðnings í nokkrum löndum og þar á meðal í Austurríki. Hann segir að Austurríkismenn hafi verið mjög mótækilegir fyrir skilaboðum af þessum toga um langa hríð.

Harður þjóðernishyggjuflokkur

„Frelsisflokkurinn er harður þjóðernishyggjuflokkur sem er mjög ákafur í andstöðu við aðkomufólk og sækir fylgi sitt fyrst og fremst út á það,“ segir Eiríkur.

Fyrsti leiðtogi Frelsisflokksins var Anton Reinheller sem áður var í Nasistaflokknum og var einnig í SS-sveit nasista. Formaður flokksins í dag er Herbert Kickl sem hefur notið mikilla vinsælda að undanförnu.

Þrátt fyrir sigurinn í þingkosningum er ekki talið líklegt að flokkurinn geti náð meirihlutasamstarfi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert