Minnst 200 látnir í Nepal

AFP/Prakash Mathema

Að minnsta kosti 200 eru nú látnir í flóðum og aurskriðum Nepal í kjölfar mikilla rigninga á svæðinu. Tala látinna hefur hækkað hratt en samkvæmt nýjustu skráningum yfirvalda eru einnig 127 slasaðir og 26 enn saknað. AFP-fréttastofan greinir frá.

Leitar- og björgunarsveitir hafa í dag leitað í rústum húsa en aðstæður eru erfiðar vegna mikillar leðju. Fátækrahverfi við bakka árinnar Bagmati urðu sérlega illa úti í hamförunum, en talið er að mikill ágangur á svæðið við árbakkann hafi orðið til þess að flóðin urðu meiri en ella.

Mikil eyðilegging hefur orðið af völdum aurskriða.
Mikil eyðilegging hefur orðið af völdum aurskriða. AFP/ Prakash Mathema

Nepalski herinn hefur notað þyrlur, mótorbáta og önnur farartæki til að flytja fólk á öruggara svæði, en um 4.000 hefur verið bjargað nú þegar.

Í Kat­hm­andu, höfuðborg lands­ins, eru heilu hverfin á kafi í vatni og leðju og þá hafa miklar skemmdir orðið á þjóðvegum. Ekki hefur mælst meiri úrkoma í Nepal frá árinu 2002, en sérfræðingar segja að óeðlilegt að svo mikið rigni við lok monsúntímabilsins. Setja megi atburðinn í samhengi við áhrif loftslagsbreytinga. 



AFP/Prakash Mathema
AFP/Prakash Mathema
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert