Tveir alvarlega særðir eftir skotárás

Lögreglan á vettvangi í gærkvöld þar sem skotárásin átti sér …
Lögreglan á vettvangi í gærkvöld þar sem skotárásin átti sér stað. AFP

Tveir karlmenn á þrítugsaldri særðust alvarlega í skotárás í Sundbyberg í norðurhluta Stokkhólms í Svíþjóð í gærkvöld.

Mennirnir liggja á sjúkrahúsi en í samtali við sænska ríkisútvarpið SVT í morgun segir Daniel Wikdahl, talsmaður lögreglunnar, að mennirnir séu ekki í lífhættu en skotárásin átti sér stað á Rissne-torgi.

„Okkur grunar að það séu tengsl við alvarlega skipulagða glæpastarfsemi,“ segir Wikdahl en  lögreglan rannsakar grun um tilraun til manndráps og alvarlegt vopnalagabrot.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert