Árás Írans virðist yfirstaðin

Fólk leitar skjóls undir brú í Tel Avív.
Fólk leitar skjóls undir brú í Tel Avív. AFP/Jack Guez

Árás Írans á Ísrael virðist vera yfirstaðin í bili. Ísraelski herinn hefur gefið íbúum merki um að þeir megi koma úr skjóli. 

Enn fremur segir herinn að einhverjar flaugar Írans hafi hæft skotmörk í Ísrael. Frekari upplýsingar liggja ekki fyrir að svo stöddu.

Íran hóf loftárás á Ísrael síðdegis í dag og lét sprengjum rigna yfir borgirnar Tel Aviv og Jerúsalem. Íran axlar ábyrgð á árásinni og segir íranski byltingarvörðurinn að árásin sé gerð til að hefna fyrir dauða leiðtoga Hisbollah-samtakanna, Hassan Nasrallah. 

Sagði enn fremur í tilkynningu þeirra að ef Ísrael myndi bregðast við árásinni myndu þeir hefna sín á ný. 

Ísraelar heita hefndum

Í tilkynningu frá Ísraelsher segir að árás Írans muni hafa afleiðingar. Einhverjar af þeim eldflaugum er Íran skaut yfir landamærin hafi hæft skotmörk. Frekari upplýsingar liggja ekki fyrir að svo stöddu. 

„Við erum með plan sem við munum framkvæma þegar okkur sýnist,“ er haft eftir talsmanni hersins, Daniel Hagari.

Hann sagði enn fremur að ekki væri vitað til þess að nokkur hafi látið lífið í árásinni.

Á myndinni sjást loftvarnir Ísraelshers hæfa eldflaugar sem Íran skaut …
Á myndinni sjást loftvarnir Ísraelshers hæfa eldflaugar sem Íran skaut á loft yfir Ísrael. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert