Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, segir bakslag hafa orðið fyrir blaðamennsku á alþjóðavísu á sama tíma og hann sat inni.
„Ég er ekki frjáls í dag vegna þess að kerfið virkaði. Ég er frjáls í dag vegna þess að eftir að hafa verið lokaður inni í mörg ár lýsti ég mig sekan um að hafa stundað blaðamennsku,“ sagði hann í ávarpi sínu frammi fyrir Evrópuráðinu fyrr í dag.
Assange kveðst verða vitni að meiri ósvífni og leyndarhyggju og að nú hefnist mönnum oftar fyrir að segja sannleikann.
„Tjáningarfrelsi og allt sem frá því stafar er á myrkum krossgötum,“ sagði hann á nefndarfundi í Evrópuráðinu í dag.