Íran hefur loftárás og skotárás í Tel Avív

Mynd sýnir eldflaugar yfir borginni Tel Avív.
Mynd sýnir eldflaugar yfir borginni Tel Avív. AFP/Jack Guez

Ísra­els­her seg­ir Íran hafa hleypt af stað eld­flaug­um í átt að Ísra­el og sír­en­ur hljóma víða um landið. Íran hef­ur axlað ábyrgð á loft­árás­inni. 

Af mynd­um að dæma og sam­kvæmt sjón­ar­vott­um er loft­varna­kerfi Ísra­els virkt og búið að hindra veg ein­hverra eld­flauga.

Fyr­ir skömmu varð skotárás í Tel Avív og lét­ust minnst fjór­ir í árás­inni. Talið er að um hryðju­verk sé að ræða. Sjö aðrir særðust í árás­inni og tveir menn stóðu að henni.

Árás­ar­menn­irn­ir voru drepn­ir í átök­um við lög­reglu.  

Banda­ríska sendi­ráðið í Ísra­el hef­ur skipað starfs­mönn­um og fjöl­skyld­um þeirra að leita sér skjóls.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert