„Máttvana atlögu hrundið“

Miller gaf ekki upp hverjar afleiðingarnar yrðu eftir árás Írans …
Miller gaf ekki upp hverjar afleiðingarnar yrðu eftir árás Írans á Ísrael. AFP/Kevin Dietsch

Loft­árás Írans á Ísra­el var mátt­vana og henni hrundið að sögn Jake Sulli­v­an, þjóðarör­ygg­is­ráðgjafa Banda­ríkja­for­seta. Sulli­v­an seg­ir að Íran megi bú­ast við al­var­leg­um af­leiðing­um í kjöl­far árás­ar­inn­ar.

Íran hóf loft­árás á Ísra­el síðdeg­is í dag og lét sprengj­um rigna yfir borg­irn­ar Tel Avív og Jerúsalem. Íran axl­ar ábyrgð á árás­inni og seg­ir ír­anski bylt­ing­ar­vörður­inn árás­ina gerða til að hefna fyr­ir dauða leiðtoga His­bollah-sam­tak­anna, Hass­ans Nasrallahs.

Masoud Pezeshkian forseti Írans.
Masoud Pezes­hki­an for­seti Írans. AFP/​Ludovic Mar­in

BNA og Ísra­el stilla sam­an strengi

Hann sagði árás­ina al­var­lega stig­mögn­un á spenn­unni í Mið-Aust­ur­lönd­um.

Sulli­v­an seg­ir Banda­ríkja­her hafa aðstoðað við loft­varn­ir með því að skjóta á eld­flaug­ar úr tund­ur­spilli hers­ins við Ísra­el.

Matt­hew Miller, talsmaður ut­an­rík­isþjón­ustu Banda­ríkj­anna, ít­rekaði orð Sulli­vans og sagði Íran mega bú­ast við al­var­leg­um af­leiðing­um í kjöl­far árás­ar­inn­ar.

Hann sagði enn frem­ur að Banda­rík­in og Ísra­el myndu stilla sam­an strengi þegar kæmi að af­leiðing­un­um. Hann gaf þá ekki upp hverj­ar af­leiðing­arn­ar yrðu.

Masoud Pezes­hki­an for­seti Írans fagnaði árás­inni og sagði hana af­drátt­ar­laust mótsvar við yf­ir­gangi Ísra­els.

Hann sagði árás­ina vera í sam­ræmi við lög og aðgerðir til að koma á friði á svæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert