Segjast hafa skotið á hermenn í Ísrael

Þessi ljósmynd sem var tekin í norðurhluta Ísraels við landamærin …
Þessi ljósmynd sem var tekin í norðurhluta Ísraels við landamærin að suðurhluta Líbanons sýnir eld sem kviknaði eftir árás Ísraela. AFP/Jalaa Marey

Hisbollah-samtökin segjast hafa skotið á Ísraelsher í ísraelska landamærabænum Metula í morgun.

Fram kemur í tilkynningu samtakanna að flugskeytum hafi verið skotið þangað. 25 mínútum fyrr hófu þeir stórskotahríð á sama svæði.

Reykur í suðurhluta Líbanons eftir árás Ísraela.
Reykur í suðurhluta Líbanons eftir árás Ísraela. AFP/Etienne Torbey

Að sögn Ísraelshers voru flugskeytin um fimm talsins og náðist að skjóta niður einhver þeirra. Einhver „brotlentu“ á meðan önnur „féllu á opin svæði“, að því er BBC greindi frá.  

Ísraelsher lýsti því yfir í gær að svæðin í kringum Metula, Misvag Am og Kfar Giladi í norðurhluta Ísraels væru „lokuð hernaðarsvæði“ og var fólki meinaður aðgangur þangað.

Metula í norðurhluta Ísraels.
Metula í norðurhluta Ísraels. AFP/Anwar Amro

Ísrael sendi herlið inn í Líbanon seint í gærkvöldi. Herinn sagði aðgerðirn­ar bein­ast að ákveðnum skot­mörk­um, þorp­um í suður­hluta lands­ins, ná­lægt landa­mær­un­um. 

95 drepnir í gær

Um 95 manns voru drepnir og 172 særðust í loftárásum Ísraela víðs vegar um Líbanon í gær, að sögn heilbrigðisráðuneytis Líbanons.

Embættismenn segja að yfir 1.000 manns hafi verið drepnir í landinu á síðustu tveimur vikum. Hugsanlegt er að hátt í ein milljón hafi þurft að yfirgefa heimili sín.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka