Sírenur óma í Ísrael

Ísraelsher hefur haldið úti loftárásum á skotmörk í Líbanon síðustu …
Ísraelsher hefur haldið úti loftárásum á skotmörk í Líbanon síðustu vikur. Loftárásirnar beinast að Hisbollah-samtökunum en talið er að um 1.000 manns hafi verið drepnir í landinu á síðustu tveimur vikum. AFP/Ibrahim Amro

Sír­en­ur sem vara við yf­ir­vof­andi loft­árás óma um Ísra­el þessa stund­ina. Full­trú­ar ísra­elska hers­ins segja þær hljóma um mitt landið en til­greindu ekki frek­ar staðsetn­ingu þeirra. 

Yoav Gall­ant varn­ar­málaráðherra Ísra­els er í viðræðum um yf­ir­vof­andi ógn frá Íran við Lloyd Aust­in varn­r­málaráðherra Banda­ríkj­anna. 

Starfsmaður Hvíta húss­ins og nafn­laus heim­ild­armaður AFP-frétta­stof­unn­ar sagði yf­ir­völd í Íran und­ir­búa loft­árás á Ísra­el fyrr í dag. 

Ísra­el hóf árás land­gönguliða inn fyr­ir landa­mæri suður­hluta Líb­anons í gær­kvöldi. Ísra­elski her­inn hvatti íbúa á svæðum tengd­um His­bollah-sam­tök­un­um til að yf­ir­gefa svæðið.  

His­bollah-sam­tök­in sögðust hafa skotið á Ísra­els­her í ísra­elska landa­mæra­bæn­um Metula í morg­un.

Ísra­els­her hef­ur haldið úti loft­árás­um á skot­mörk í Líb­anon síðustu vik­ur. Loft­árás­irn­ar bein­ast að sam­tök­un­um en talið er að um 1.000 manns hafi verið drepn­ir í land­inu á síðustu tveim­ur vik­um og hugs­an­lega hátt í millj­ón þurft að yf­ir­gefa heim­ili sín. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert