Drengirnir úr lífshættu eftir hnífstunguárás

Lögreglan á vettvangi í gær.
Lögreglan á vettvangi í gær. AFP

Þrír fimm ára drengir sem særðust í hnífstunguárás á hóp barna í Zürich í Sviss í gær eru ekki lengur í lífshættu.

Frá þessu greinir saksóknari en 23 ára gamall kínverskur, sem handtekinn var á vettvangi, hefur játað verknaðinn. Lögð hefur verið fram krafa um gæsluvarðhald yfir manninum.

Saksóknari segir að hingað til séu engar vísbendingar um vitorðsmenn eða meðbrotamenn en frumrannsókn lögreglu leiddi í ljós að maðurinn veittist að börnum, sem voru í umsjón starfsmann dagheimilis, fyrir utan dagheimili við íbúðargötuna Bernianastrasse í norðurhluta Zürich.

Einn drengjanna særðist alvarlega í árásinni en hinir særðust minna  en starfsmaður dagheimilisins og annar maður náðu að yfirbuga árásarmanninum og halda honum þar til lögregla kom á vettvang.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka