Að minnsta kosti fimm hafa látist í loftárásum Ísraela á höfuðborg Líbanons, Beirút, í kvöld. Herinn gerði loftárás og var eitt skotmarkanna heilsugæsla í grennd við miðborgina.
Ellefu hafa særst í árásum kvöldsins.
Ísraelsher hefur gert árásir á borgina undanfarin kvöld og hafa árásirnar einna helst beinst að úthverfum í suðurhluta borgarinnar.
Er þetta þó í annað skipti í þessari viku sem herinn beinir skotum sínum að miðborg Beirút. Heilsugæslan sem um ræðir er sögð vera í eigu Hisbollah-samtakanna.
Ísraelsher hefur gefið út viðvaranir til íbúa í hverfum í suðurhluta borgarinnar. Er varað við að fleiri loftárásir verði gerðar í nótt eða náinni framtíð.
Talsmaður hersins, Avichay Adraee, birti kort á samfélagsmiðlinum X þar sem skotmörk hersins eru merkt inn.
#عاجل ‼️ انذار عاجل إلى سكان الضاحية الجنوبية وتحديدًا المتواجدين في المباني المحددة ك في الخرائط المرفقة في حارة حريك وبرج البراجنة
— افيخاي ادرعي (@AvichayAdraee) October 2, 2024
🔴أنتم متواجدون بالقرب من منشآت ومصالح تابعة لحزب الله حيث سيعمل ضدها جيش الدفاع على مدى الزمني القريب
🔴من أجل سلامتكم وسلامة أبناء عائلتكم… pic.twitter.com/SYAwwLCrlP