Olíustöðvar í Íran hugsanleg skotmörk

Ísraelskur skriðdreki við landamærin að Líbanon í gær.
Ísraelskur skriðdreki við landamærin að Líbanon í gær. AFP/Ahmad Gharabli

Ísraelsmenn ætla að efna til „umfangsmikilla hefndaraðgerða“ á næstu dögum vegna loftárása Írans á Ísrael í gær. Hugsanlegt er að skotmörkin verði olíustöðvar í Íran og aðrir mikilvægir staðir.

Bandaríski fréttavefurinn Axios hefur þetta eftir ísraelskum embættismönnum.

Mótmælendur fyrir utan breska sendiráðið í Tehran í gær eftir …
Mótmælendur fyrir utan breska sendiráðið í Tehran í gær eftir flugskeytaárás Írans á Ísrael. AFP/Atta Kenare

Vara Bandaríkin við afskiptum

Abbas Araghchi, utanríkisráðherra Írans, segir stjórnvöld í landinu hafa varað Bandaríkin við afskiptum eftir árás Írans á Ísrael í gær. Einnig segir hann Íran ekki hafa átt nein samskipti við Bandaríkin áður en árásirnar voru gerðar.

Börðust við ísraelska hermenn

Hisbollah-samtökin segjast hafa barist við ísraelska hermenn sem reyndu, án árangurs, að ráðast inn í þorpið Adaysseh í Líbanon í nótt. Einnig börðust þeir við ísraelska hermenn hinum megin við landamærin í Misgav Am með „flugskeytum og stórskotahríð“, að sögn Hisbollah.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert