„Svarið er nei“

Joe Biden ræðir við fréttamenn í dag áður en hann …
Joe Biden ræðir við fréttamenn í dag áður en hann steig um borð í forsetavélina Air Force One í Joint Base Andrews-herstöðinni í Maryland á leið í heimsókn til Karólínuríkjanna. AFP/Mandel Ngan

Joe Biden Bandaríkjaforseti lét þau orð falla í dag að hann væri ekki fylgjandi hugsanlegum loftárásum Ísraelsmanna á kjarnorkuflaugaskotstöðvar Írana sem hefnd fyrir umfangsmikla eldflaugaárás Írana á Ísrael í gær.

„Svarið er nei,“ sagði Biden á blaðamannafundi í dag, inntur eftir því hvort slík árás nyti stuðnings hans ef til kæmi.

„Við munum ræða við Ísraela hvað þeir hyggist aðhafast,“ sagði forsetinn, sem nú situr sína síðustu mánuði í embætti, og gat þess að auki að stjórnvöld allra G7-iðnríkjanna væru á einu máli um að Ísrael hefði „rétt til að svara fyrir sig, en gagnárásin skyldi vera í samræmi við þá atlögu sem þeir sjálfir sættu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka