„Svarið er nei“

Joe Biden ræðir við fréttamenn í dag áður en hann …
Joe Biden ræðir við fréttamenn í dag áður en hann steig um borð í forsetavélina Air Force One í Joint Base Andrews-herstöðinni í Maryland á leið í heimsókn til Karólínuríkjanna. AFP/Mandel Ngan

Joe Biden Banda­ríkja­for­seti lét þau orð falla í dag að hann væri ekki fylgj­andi hugs­an­leg­um loft­árás­um Ísra­els­manna á kjarn­orkuflauga­skot­stöðvar Írana sem hefnd fyr­ir um­fangs­mikla eld­flauga­árás Írana á Ísra­el í gær.

„Svarið er nei,“ sagði Biden á blaðamanna­fundi í dag, innt­ur eft­ir því hvort slík árás nyti stuðnings hans ef til kæmi.

„Við mun­um ræða við Ísra­ela hvað þeir hygg­ist aðhaf­ast,“ sagði for­set­inn, sem nú sit­ur sína síðustu mánuði í embætti, og gat þess að auki að stjórn­völd allra G7-iðnríkj­anna væru á einu máli um að Ísra­el hefði „rétt til að svara fyr­ir sig, en gagnárás­in skyldi vera í sam­ræmi við þá at­lögu sem þeir sjálf­ir sættu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert