Hassan Jaafar al-Qasir, tengdasonur Hassan Nasrallah fyrrverandi leiðtoga Hisbollah-samtakanna, var drepinn í ásrás Ísraelshers í Damaskus í Sýrlandi í dag.
AFP-fréttaveitan greinir frá.
Nasrallah var veginn í árás hersins í Beirút í Líbanon í síðustu viku.
Ísraelsher gerði árás í Mazzeh-hluta Damaskusborgar í dag og var tengdasonur leiðtogans heitins meðal þeirra sem drepnir voru í árásinni.
AFP vitnar til tilkynningar frá mannréttindasamtökunum Syrian Observatory for Human Rights sem segja að auk al-Qasir hafi tveir karlmenn frá Líbanon verið drepnir í árásinni.
Þetta er önnur árás Ísraels á borgina á jafn mörgum dögum. Um er að ræða loftárásir sem beinast að íbúahverfi í Mazzeh-hverfinu. Eru liðsmenn Hisbollah-samtakanna sagðir dvelja þar og einnig liðsmenn íranska byltingarvarðarins.