Lögreglan í Kaupmannahöfn handtók í dag þrjá sænska ríkisborgara á aldrinum 15-20 ára en þeir eru grunaðir um að vera valdir af sprengingum sem urðu skammt frá ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn í nótt.
Jens Jespersen, hjá lögreglunni í Kaupmannahöfn, segir að samkvæmt bráðabirðamati hafi verið um tvær handsprengjur að ræða.
Hann segir að einn grunaður hafi verið handtekinn skömmu eftir atvikið, nálægt vettvangi glæpsins, og að hinir tveir hefðu verið handteknir síðar.
„Það er of snemmt að segja til um hvort það séu tengsl á milli sprenginganna og ísraelska sendiráðsins,“ segir Jakob Hansen, talsmaður dönsku lögreglunnar.
Í gærkvöld var gerð skotárás skammt frá sendiráði Ísraels í Stokkhólmi. Enginn særðist né heldur en í sprengjuárásinni í Kaupmannahöfn.
Lögregluyfirvöld í Danmörku og Svíþjóð vinna að rannsókn sprengingarinnar í Kaupmannahöfn og skotárásinni í Stokkhólmi nálægt ísraelsku sendiráðum í höfuðborgunum en spenna hefur magnast í Miðausturlöndum eftir árás Írana á Ísrael.