Drápu 15 vígamenn í loftárásum á Líbanon

Maður gengur í húsarústum í hverfinu Moawwad í Beirút í …
Maður gengur í húsarústum í hverfinu Moawwad í Beirút í morgun eftir loftárás Ísraela. AFP

Ísraelsher segir 15 vígamenn Hisbollah-samtakanna hafa fallið í loftárás á Líbanon í morgun.

Skotmarkið var bygging þar sem samtökin voru með starfsemi, að sögn hersins.

Flugherinn „gerði nákvæma árás á bygginguna Bint Jbeil þar sem hryðjuverkamenn Hisbollah störfuðu. Þar var einnig geymt mikið magn vopna Hisbollah. Í loftárásinni voru um 15 hryðjuverkamenn Hisbollah drepnir,“ segir í tilkynningu frá Ísraelsher.

Þessi ljósmynd var tekin í norðurhluta Ísraels og sýnir reyk …
Þessi ljósmynd var tekin í norðurhluta Ísraels og sýnir reyk við landamærin í suðurhluta Líbanons eftir loftárás Ísraela. AFP/Jalaa Marey

Skutu á ísraelsku borgina Tiberias

Hisbollah segjast hafa skotið flugskeytum á ísraelsku borgina Tiberias í morgun.

Með árásinni segjast þeir vera að bregðast við árásum Ísraela á „bæi, þorp og almenna borgara“ í Líbanon.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert