Gætu komið í veg fyrir 1,2 milljónir dauðsfalla

Reykingar valda um 85% allra tilfella lungnakrabbameins
Reykingar valda um 85% allra tilfella lungnakrabbameins AFP

Með því að banna sölu á tóbaki til ungmenna sem eru fædd á árunum 2006 til 2010 væri hægt að koma í veg fyrir um 1,2 milljónir dauðsfalla af völdum lungnakrabbameins fyrir lok þessarar aldar.

Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar Alþjóðlegu krabbameinsrannsóknarstofnunarinnar, IARC, sem er undir hatti Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO.

Reykingar valda um 85% allra tilfella lungnakrabbameins, sem er banvænasta krabbamein veraldar, að sögn WHO.

Þrjár milljónir manna sem fæddust 2006 til 2010

Ef núverandi staða heldur áfram munu næstum þrjár milljónir manna sem fæddust á árunum 2006 til 2010 deyja af völdum lungnakrabbameins, að því er segir í niðurstöðum rannsóknarinnar.

En ef ákveðið verður að banna sölu á tóbaki fyrir þessar 650 milljónir manna, verður hægt að koma í veg fyrir um 1,2 milljónir dauðsfalla.

Niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar í tímaritinu Lancet Public Health.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert