Gerðu 17 loftárásir á Beirút í nótt

Reykur í Beirút í morgun eftir loftárás Ísraela.
Reykur í Beirút í morgun eftir loftárás Ísraela. AFP/Fadel Itani

Ísraelar héldu áfram loftárásum sínum á Beirút, höfuðborg Líbanons, í morgun eftir að átta ísraelskir hermenn voru drepnir nálægt landamærum Ísraels og Líbanons.

Alls voru 17 loftárásir gerðar á Beirút í nótt, að sögn fréttastofunnar NNA í Líbanon.

Blaðamenn AFP-fréttastofunnar heyrðu margar sprengingar í Beirút í nótt og einhverjar byggingar skulfu.

Ekið fram hjá ónýtum byggingum í hverfinu al-Jamous í suðurhluta …
Ekið fram hjá ónýtum byggingum í hverfinu al-Jamous í suðurhluta Beirút í morgun eftir loftárás Ísraela. AFP/Anwar Amro

Ein af loftárásum Ísraels lenti á björgunarmiðstöð Hisbollah-samtakanna, að sögn heimildarmanns AFP þar sem að minnsta kosti sex voru drepir, að sögn heilbrigðisráðuneytis Líbanons.

Heilbrigðisráðuneyti Líbanons segir að 46 manns hafi verið drepnir og 85 særst í árásum Ísraels síðustu tvo sólarhringana.

Eyðilegging í Líbanon.
Eyðilegging í Líbanon. AFP/Anwar Maro
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert