14 hið minnsta látnir eftir flóð í Bosníu

Flóð í bænum Kiseljak, um 20 km vestur af Sarajevo, …
Flóð í bænum Kiseljak, um 20 km vestur af Sarajevo, í morgun. AFP/Elvis Barukcic

Að minnsta kosti 14 manns eru látnir eftir mikil flóð og aurskriður í þó nokkrum bæjum í mið- og suðurhluta Bosníu, að sögn talsmanns stjórnvalda á svæðinu.

Mikið hefur rignt þar að undanförnu. 

„Eins og staðan er núna hafa lík 14 manns fundist“ í héraðinu Jablanica, sem er um 70 km suðvestur af höfuðborginni Sarajevo, sagði talsmaðurinn Darko Jukan.

Hann bætti við að líklega myndu fleiri finnast látnir.

AFP/Elvis Barukcic
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert