Sakfelling bandarísku bræðranna Erik og Lyle Menendez, sem voru fangelsaðir fyrir þremur áratugum fyrir að myrða foreldra sína, verður endurskoðuð.
Bræðurnir skutu þau Jose og Kitty Menendez til bana í glæsivillu þeirra í Beverly Hills árið 1989. Saksóknarar sögðu bræðurna hafa ásælst peninga föður síns.
George Gascon, saksóknari í Los Angeles-sýslu, segir að það sé „mórölsk og siðferðisleg skylda“ að skoða sönnunargögn sem bræðurnir lögðu fram á síðasta ári þar sem þeir sögðust hafa fyrir kynferðislegri misnotkun af hálfu föður síns og að um sjálfsvörn hefði verið að ræða.
Aukinn áhugi hefur verið á máli bræðranna eftir að sjónvarpsþættir hófu göngu sína á Netflix í september um það sem gerðist, að því er BBC greindi frá.
Í upphaflegum réttarhöldum sögðu saksóknarar að bræðurnir hefðu myrt foreldra sinna vegna græðgi. Kviðdómurinn klofnaði á endanum eftir að bræðurnir sögðust hafa orðið fyrir kynferðislegri misnotkun í mörg ár.
Í öðrum réttarhöldum voru bræðurnir fundnir sekir og dæmdir í lífstíðarfangelsi án reynslulausnar árið 1996.
Á meðal nýju sönnunargagnanna er bréf sem Erik skrifaði til frænku sinnar. Þar er hann sagður tjá sig um misnotkun af hálfu föður síns.