Sú mannskæðasta á Vesturbakkanum í áratugi

Palestínumenn skoða aðstæður í flóttamannabúðunum í Tulkarem í morgun eftir …
Palestínumenn skoða aðstæður í flóttamannabúðunum í Tulkarem í morgun eftir loftárásirnar. AFP/Jaafar Ashtiyeh

18 manns voru drepnir í mannskæðustu loftárás Ísraelshers á Vesturbakkanum frá árinu 2000, að sögn heimildarmanns AFP-fréttastofunnar.

Heimildarmaðurinn starfar í öryggissveitum Palestínu. Hann sagði árásirnar hafa verið gerðar á flóttamannabúðir í borginni Tulkarm.

Ísraelsher segist hafa gert loftárás á norðurhluta Vesturbakkans og drepið í þeim Hamas-leiðtogann Zahi Yaser Abd al-Razeq Oufi, sem þeir saka um að hafa tekið þátt í fjölmörgum árásum.

Alaa Sroji, aðgerðasinni á svæðinu, sagði að herþota Ísraels hefði „skotið á kaffihús í fjögurra hæða byggingu“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert