Vegur við landamæri rofinn eftir loftárás

Reykur stígur upp eftir loftárás Ísraela á suðurhluta Líbanons í …
Reykur stígur upp eftir loftárás Ísraela á suðurhluta Líbanons í gær. AFP

Stjórnvöld í Líbanon segja að loftárás Ísraelshers á sýrlensku landamærin í nótt hafi rofið þjóðveginn sem tengir löndin tvö saman.

Líbanon deilir landamærum með Ísrael, sem er í stríði við Hisbollah-samtökin, og Sýrland, þangað sem tugir þúsunda hafa leitað skjóls vegna átakanna í Líbanon.

Ónýt bygging í suðurhluta Beirút eftir loftárás Ísraela í morgun.
Ónýt bygging í suðurhluta Beirút eftir loftárás Ísraela í morgun. AFP/Ibrahim Amro

Ísraelar segja að Hisbollah-samtökin noti veginn til að flytja vopn yfir landamærin frá Sýrlandi.

„Þessi vegur sem er notaður fyrir þúsundir manna sem fara frá Líbanon til Sýrlands í mannúðarskyni er núna lokaður eftir loftárás Ísraela,“ sagði Ali Hamie, samgönguráðherra Líbanons.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert