Vegur við landamæri rofinn eftir loftárás

Reykur stígur upp eftir loftárás Ísraela á suðurhluta Líbanons í …
Reykur stígur upp eftir loftárás Ísraela á suðurhluta Líbanons í gær. AFP

Stjórn­völd í Líb­anon segja að loft­árás Ísra­els­hers á sýr­lensku landa­mær­in í nótt hafi rofið þjóðveg­inn sem teng­ir lönd­in tvö sam­an.

Líb­anon deil­ir landa­mær­um með Ísra­el, sem er í stríði við His­bollah-sam­tök­in, og Sýr­land, þangað sem tug­ir þúsunda hafa leitað skjóls vegna átak­anna í Líb­anon.

Ónýt bygging í suðurhluta Beirút eftir loftárás Ísraela í morgun.
Ónýt bygg­ing í suður­hluta Beirút eft­ir loft­árás Ísra­ela í morg­un. AFP/​Ibra­him Amro

Ísra­el­ar segja að His­bollah-sam­tök­in noti veg­inn til að flytja vopn yfir landa­mær­in frá Sýr­landi.

„Þessi veg­ur sem er notaður fyr­ir þúsund­ir manna sem fara frá Líb­anon til Sýr­lands í mannúðarskyni er núna lokaður eft­ir loft­árás Ísra­ela,“ sagði Ali Hamie, sam­gönguráðherra Líb­anons.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert