Á annað þúsund manns hafa fallið í Líbanon

Ísraelsmann hafa haldið áfram loftárásum á Beirút í dag.
Ísraelsmann hafa haldið áfram loftárásum á Beirút í dag. AFP

Filippo Grandi, yfirmaður flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna, kom til Beirút í Líbanon í dag.

Hann segir á samfélagsmiðlum að Líbanon standi frammi fyrir hræðilegri flóttamannakreppu og segir að fólk sé á flótta vegna loftárása Ísraelsmanna.

Um 1.110 hafa fallið í árásum Ísraelshers síðan 23. september að sögn yfirvalda í Líbanon og um 1,2 milljónir manna hafa verið í vergangi vegna yfirstandandi bardaga.

Ekkert lát er á loftárásum Ísraelsmanna á Líbanon bæði í suðurhluta landsins og í höfuðborginni Beirút þar sem miklar skemmdir hafa orðið á byggingum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert