Einn af yfirmönnum Hamas drepinn

Frá Beddawi-flóttamannabúðunum í Líbanon.
Frá Beddawi-flóttamannabúðunum í Líbanon. AFP

Palestínsku vígasamtökin Hamas greina frá því að Ísraelsher hafi drepið einn af yfirmönnum þeirra í flóttamannabúðum í norður Líbanon.

Saeed Attallah Ali, eiginkona hans og tvær dætur voru drepin í Beddawi-búðunum nálægt borginni Trípolí í norðurhluta landsins. Þetta er í fyrsta sinn sem svæðið verður fyrir árás síðan stríðið á Gasa braust út fyrir tæpu ári síðan.

Að minnsta kosti fjórum sjúkrahúsum var lokað í gær í suðurhluta Líbanon vegna loftárása Ísraelshers, að sögn embættismanna á sjúkrahúsunum.

37 heilbrigðisstofnanir hafa lokað á síðustu tveimur vikum frá því Ísrael hóf loftárásir sínar á Líbanon, samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert