Grunaðir um hryðjuverkaglæpi

Lögreglan að störfum við ísraelska sendiráðið í Kaupmannahöfn.
Lögreglan að störfum við ísraelska sendiráðið í Kaupmannahöfn. AFP

Tveir Svíar sem eru í haldi í Danmörku eru grunaðir um hryðjuverkaglæpi eftir sprengingu nálægt ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn í vikunni.

Frá þessu greinir lögreglan í Kaupmannahöfn á samfélgsmiðlinum X en það var aðfaranótt miðvikudags sem tvær sprengingar urðu nærri ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn.

Að sögn lögreglunnar í Kaupmannahöfn er talið að tvær handsprengjur hafi valdið sprengingunum.

Kvöldið fyrir sprengingarnar í Kaupmannahöfn var einnig skotið á ísraelska sendiráðið í Stokkhólmi. Cecilia Holmbom saksóknari hefur staðfest að tengsl séu á milli skotárásarinnar og sprenginganna.

Samkvæmt upplýsingum sænska ríkisútvarpsins, SVT,  er annar hinna handteknu Svía einnig grunaður um aðild að skotárásinni í Stokkhólmi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert