Grunur um morðtilraun

Lögreglan rannsakar atvikið sem tilraun til manndráps.
Lögreglan rannsakar atvikið sem tilraun til manndráps. mbl.is/Gunnlaugur

Maður var fluttur á sjúkrahús með stungusár eftir átök í miðborg Örebro í Svíþjóð í dag.

Sænska ríkisútvarpið, SVT, hefur eftir lögreglunni að komið hafi til slagsmála að sögn vitna og karlamaður á fimmtudagsaldri hafi verið stunginn. Óljóst er um líðan hans en hann var fluttur í skyndi á sjúkrahús.

Enginn hefur verið handtekinn en lögreglan rannsakar atvikið sem tilraun til manndráps.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka