Einn særður eftir skotárás í verslunarmiðstöð

Sænska lögreglan. Mynd úr safni.
Sænska lögreglan. Mynd úr safni. mbl.is/Gunnlaugur

Mikill viðbúnaður lögreglu er við verslunarmiðstöð í Kungsbacka skammt frá Gautaborg í Svíþjóð.

Sænska ríkisútvarpið, SVT, segir að einn maður hafi orðið fyrir skoti. Upplýsingar um áverka hans liggja ekki fyrir.

Einn maður hefur verið handtekinn grunaður um verknaðinn en hann var handtekinn af öryggisvörðum á vettvangi. 

Lögreglan flokkar atvikið sem tilraun til manndráps og alvarlegt vopnalagabrot.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka