Stunginn 50 sinnum og brenndur lifandi

Drengurinn var stunginn 50 sinnum.
Drengurinn var stunginn 50 sinnum. Ljósmynd/Colourbox

Fimmtán ára drengur var stunginn 50 sinnum og brenndur lifandi á miðvikudag í borginni Marseille í suðurhluta Frakklands.

Nicolas Bessone, saksóknari í Marseille, segir að svo virðist sem að málið tengist undirheimum. 

Marseille er næststærsta borg Frakklands en jafnframt ein fátækasta borg landsins. Ofbeldi tengt uppgjöri í undirheimum er algengt í borginni. Að sögn Bessone verða fórnarlömb og gerendur slíks ofbeldis sífellt yngri.

Árið 2023 létu 49 manns lífið vegna ofbeldis tengdu uppgjöri í undirheimum í Marseille.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert