Þrír létust í hörðum árekstri á þjóðveginum milli Ludvik og Smedjebacken í Svíþjóð í gærkvöld.
Aftonbladet greinir frá þessu en lögreglu barst tilkynning um slysið rétt fyrir klukkan 22 í gærkvöld. Karlmaður á þrítugsaldri var á ferð í öðrum bílnum og tvær konur á þrítugsaldri í hinum bílnum. Létust þau öll á slysstað.
„Svo virðist sem tveir bílar hafi rekist saman og það hafi gerst við framúrakstur. Einn bílanna var á röngum vegarhelmingi,“ segir Olle Lund, varðstjóri hjá lögreglunni í Bergslagen.